Aflgjafar fyrir lokaverkefnin í Fab Lab áfanganum

Hvernig aflgjafa þarftu fyrir Neopixels?

Í Neopixel Uberguide stendur að max straumnotkun hverrar Neopixel díóðu sé 60 milliamper.


Hvernig aflgjafa þarftu til að opna dyr?


Til að láta solenoid opna dyr þarftu um það bil 0,5A með 12V aflgjafa, skv þessu datasheet.

Nokkrir aflgjafar sem koma til greina

Hefðbundnir spennubreytar


Hleðslutæki með gamaldags USB-A tengi

Minnstu og ódýrustu USB hleðslutækin gefa bara 1A; það er nóg til að knýja ca. 16 Neopixels. Svoleiðis hleðslutæki eru ofan í skúffum á eiginlega öllum heimilum.

Öflugri hleðslutæki:

Þessi hleðslutæki eru með gamaldags USB-A tengi. Síðan þurfið þið líka að kaupa USB-A framlengingarsnúru (eða venjulega USB-A í USB-A snúru og millistykki) sem liggur yfir í tækið ykkar, og inni í tækinu verður USB Quick Charge hack rafrás sem gerir ykkur kleift að velja spennu fyrir tækið. Ef 5V spenna er nóg þá þurfið þið ekki USB Quick Charge hack rafrásina.


Hleðslutæki með nútíma USB-C tengi

Þessi hleðslutæki eru með nútíma USB-C tengi. Þau eru öflugust. Ég á eftir að gá hvort þau virki fyrir okkur. Síðan þurfið þið líka að kaupa USB-C framlengingarsnúru (það er að segja USB-A í USB-C snúru plús millistykki) sem liggur yfir í tækið ykkar, og inni í tækinu verður USB Quick Charge hack rafrás sem gerir ykkur kleift að velja spennu fyrir tækið. Ef 5V spenna er nóg þá þurfið þið ekki USB Quick Charge hack rafrásina.


Þetta er það sem ég fann á netinu í fljótu bragði; svo mæli ég með að athuga hvað er til í Snerpu, Hamraborg, Nettó o.s.frv. Þið viljið finna USB hleðslutæki sem styðja við USB QC 3.0 og sem gefa eins mikinn straum og þið teljið ykkur þurfa. Í flestum tilvikum hugsa ég að ca. 3A sé nóg.

USB Quick Charge hack

Ef þú ætlar að nota íhlut sem þarf hærri spennu en 5V, þá geturðu fengið hvaða spennu sem er á bilinu 3,6V-12V úr USB QC 3.0 hleðslutæki með því að búa til þessa rás. Þú snýrð stilliviðnáminu með skrúfjárni til að stilla spennuna. USB QC hack rásin kemur frá Nicholas de Coster í Fab Lab ULB í Brussel. Meiri upplýsingar koma síðar.

USB Power Delivery trigger bretti

Góð leið til að fá háa spennu og mikið afl út úr USB hleðslutæki er að nota USB PD trigger bretti. Hér er eitt sem hefur verið notað í Fab Lab netverkinu, svo að ég hugsa að það sé í lagi:

Brettið fæst á Amazon.