Ég hef pantað prentun í ýmsum plastefnum og keramik, og þekki aðeins til prentunar úr málmum. Á tímabili átti ég SLA prentara frá Formlabs, sem hefur ótrúlega háa upplausn, en það er mikið sull með resin og ísóprópanól. Að lokum fékk ég nóg og seldi einum af viðskiptavinum mínum hann, Genki Instruments. Nú eru prentararnir orðnir áreiðanlegri og þeim fylgja sjálfvirk tæki til að skola prenthlutina með ísóprópanóli og klára herslu þeirra með útfjólubláu ljósi. Núna get ég hugsað mér að byrja aftur að vinna með SLA. Þar eru aðallega þrír iðnaðarprentarar sem eru mest spennandi; Carbon3D, Figure 4 og Origin One. Eftirfarandi þrívíddarprenttækni gæti gagnast Össuri hf: Incus málmprentarinn er mun fyrirferðarminni og ódýrari en aðrir og prenthlutirnir hafa mjög góð smáatriði og yfirborðsáferð: https://youtu.be/LIqt7muSFM8. Adaptive3D er framleiðandi á frábærum teygjanlegum resinum fyrir SLA prentara, og einu þeirra er lýst sem „EVA substitue“. Gæti verið áhugavert fyrir Lalla. Þrívíddarprentun leysir önnur vandamál en hefðbundnar framleiðsluðferðir gera. Form sem ekki er hægt að framleiða með fræsingu, steypingu eða öðrum hefðbundnum framleiðsluaðferðum eru möguleg með þrívíddarprentun. Oft gerir þetta að verkum að margir hlutir eru sameinaðir í einn, með tilheyrandi sparnaði í samsetningu. Litlir og flóknir hlutir henta best fyrir þrívíddarprentun í málmi. Málmþrívíddarprentari gerir fyrirtæki kleift að bjóða upp á vörur með óendanlega mikinn breytileika án þess að liggja með þær á lager. 3D-Prentun leitast við að bjóða upp á bestu þrívíddarprentunartækni sem býðst hverju sinni. Fyrirtækið hefur unnið fjölmörg verkefni fyrir iðnfyrirtæki, renniverkstæði, sprotafyrirtæki, arkitektastofur, kvikmyndaframleiðendur, opinberar stofnanir og einstaklinga síðastliðin fimm ár og byggt upp mikla þekkingu á þrívíddarprentun í plasti. Oft þarf að lagfæra þrívíð módel frá viðskiptavinum eða teikna þau frá grunni. Þá skiptir máli að þekkja möguleika og takmarkanir framleiðsluaðferðarinnar. Allt er hægt, en ekki er allt praktískt. Það eru tugir af breytum sem þarf að stilla af til þess að fá alltaf góða útkomu. Það verður spennandi að koma upp þekkingu á málmprentun á Íslandi í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Autodesk University: Þar var mjög hár gæðastandard á fólkinu sem maður spjallaði við, fólk var að hanna herbíla og skýjakljúfa og kynna sér nýjustu aðferðir í CAD, CAM og CAE.